Sveitarfélagið Ölfus óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn.
Sveitarfélagið Ölfus óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn.
Nú standa yfir Hafnardagar og af því tilefni og af tilefni Sjómannadagsins, er boðið upp á margvíslega viðburði. Sjómannadagsmessa hefst klukkan 11:00, boðið verður upp á hoppukastala fyrir börnin frá klukkan 12:00-14:00 í íþróttahúsinu og Kvenfélag Þorlákshafnar býður upp á leiksýninguna Prumpuhólinn með Möguleikhúsinu í Grunnskólanum klukkan 16:00.
Ýmsar sýningar verða í gangi. Á bókasafninu er sýning um báta og útgerð í Þorlákshöfn og myndir tengdar sama efni eru á ljósmyndasýningu á Selvogsbraut. Félag eldri borgara er með handverkssýningu á Egilsbraut 9 frá klukkkan 13:00 til 18:00 og ekki má gleyma kaffihlaðborði Slysavarnarfélagsins Mannbjargar.
Í útvarpinu verður heilmikil dagskrá tileinkuð sjómönnum og sjósókn og verða Jóhann Davíðsson og Þorsteinn Lýðsson á baujuvaktinni um morguninn.