Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn.
Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn, en sjómenn verða í sviðsljósinu í útvarpsþættinum "Á baujuvaktinni".
Þátturinn er sendur út frá Útvarpi Hafnardaga frá kl. 9:00 - 12:00 á Sjómannadaginn. Það eru þeir Jóhann Davíðsson og Þorsteinn Lýðsson sem sjá um þáttarstjórn. Hægt er að hlusta á útvarpið um tíðnina FM 94,5
Klukkan 14:00 er síðan boðið upp á leiksýninguna "Ástarsaga úr fjöllunum" í boði Kvenfélags Þorlákshafnar í Grunnskólanum. Sýningin hentar fyrir krakka á öllum aldri og er aðgangur ókeypis.
Slysavarnarfélagið Mannbjörg efnir til kökuhlaðborðs í Versölum, Ráðhúsinu og opið verður á sýningu Byggðasafns Ölfuss á bókasafninu. Klukkan 15:30 verður tilkynnt um verðlaunahafa í "Kökukeppninni ógurlegu" í Versölum, ráðhúsinu.
Útsendingu útvarpsins lýkur klukkan 18:00 og lýkur þar með dagskrá Hafnardaga.