Tilkynning til íbúa í Árnessýslu frá Almannavarnanefnd Árnessýslu

Merki Ölfuss
Merki Ölfuss
Tilkynning frá Almannavörnum
Líkur eru á SO2  gosmengun um allt Suðurland (brennisteinstvíildi, brennisteinsdíoxíð) vegna eldgossins við norðanverðan Vatnajökul.


Líkur eru á SO2  gosmengun um allt Suðurland (brennisteinstvíildi, brennisteinsdíoxíð) vegna eldgossins við norðanverðan Vatnajökul.

Þessi mengun er háð styrk gosmengunarinnar hverju sinni, vindátt og vindstyrk og getur verið varasöm, ef hún nær að mynda bláa eða grábláa móðu. SO2getur m.a. valdið ertingu í öndunarfærum og augum.

Sem stendur eru unnið að uppsetningu loftgæðamæla, m.a. í Þjórsárdal, til viðbótar við þá mæla sem fyrir eru í sýslunni.  Mælingar má lesa á vefsíðu Umhverfisstofnunar ust.is undir fyrirsögninni „loftgæði“

Íbúar eru hvattir til að fylgjast með aðstæðum utandyra, fréttum og upplýsingaveitum á netinu. Ráðlögð viðbrögð við SO2gosmengun, sjá einnig baksíðu þessa blaðs:

  • Börn og fólk sem er viðkvæmt fyrir, ætti að halda sig innandyra með lokaða glugga, hækka í ofnum og slökkva á loftræstingu þar sem það á við.
  • Heilbrigt fólk ætti ekki að vera í líkamlegri áreynslu utandyra.
  • Hafa tiltæk lyf sem tekin eru að staðaldri við hjarta- eða lungnasjúkdómum.
  • Áhrif SO2 gosmengunar eru svipuð á dýr og menn.

 

Helstu upplýsingveitur:

almannavarnir.is – sjá m.a. leiðbeiningar um mengun og öskufall

vedur.is – viðvaranir ef spár gefa til kynna háan SO2 -styrk frá eldgosinu

loftgaedi.is - loftgæðamælingar í rauntíma á tiltækum mælum

ust.is - upplýsingasíða og ráðlögð viðbrögð við SO2gosmengun

landlaeknir.is – tilkynningar vegna brennisteinsdíoxíðs (SO2) á Austurlandi

mast.is – upplýsingar um áhrif gosmengunar á dýr

Einnig er bent á heimasíður hvers sveitarfélags fyrir sig

Almannavarnarnefnd vinnur að undirbúningi íbúafunda vegna mögulegra rýminga komi til þess að flóð verði á vatnasviði Þjórsár og eftir atvikum Hvítár vegna goss í Bárðarbungu. Þessir fundir verða boðaðir á heimasíðum hvers sveitarfélags fyrir sig.


Tilkynning í heild

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?