Veðurstofan spáir asahláku á föstudag og laugardag á svæðinu og viljum við beina því til íbúa að huga að niðurföllum hjá sér og í nærumhverfi.
Hætta getur stafað af grýlukertum á húsþökum og leki getur orðið þar sem snjór á þökum og svölum bráðnar. Hreinsa þarf rennur og niðurföll þannig að leysingavatn eigi greiða leið niður.
Við bendum á að tryggingar bæta ekki vatnstjón sem verður vegna utanaðkomandi vatns frá svölum, þakrennum eða frárennslisleiðum þeirra.
Íbúar bera ábyrgð á að hreinsa frá niðurföllum og tryggja frárennslisleiðir vatns við eignir sínar.
Íbúar geta séð áætlaðar staðsetningar niðurfalla í götu við sín hús á www.map.is/olfus
Íbúar geta nálgast sand til hálkuvarna í fötur eða í poka á gámasvæðinu.