Tilkynning til íbúa Þorlákshafnar!
Samkvæmt nýrri lögreglusamþykkt III kafli 22.gr. er m.a. talað um að „í þéttbýli má ekki leggja vörubifreiðum sem eru 7,5 tonn að leyfðri heildarþyngd eða meira og fólksflutningabifreiðum sem flytja mega 10 farþega eða fleiri, á götum eða almenningsbifreiðastæðum nema þau séu til þess ætluð. Bann þetta gildir einnig um hvers konar vinnuvélar og dráttarvélar án tillits til þunga þeirra. Bannað er að leggja vinnuvélum, stórum vörubílum eða flutningabílum, eftirvögnum og tengivögnum í íbúðargötur í þéttbýli. Lögreglustjóri getur bannað stöðu eftirvagna og tengivagna, s.s. hestaflutningavagna, hjólhýsa, dráttarkerra, báta og þess háttar tækja sem og húsbíla, á götum og almennum bifreiðastæðum sem þykja valda óþægindum, óþrifnaði eða hættu. Bannað er að skilja eftir, flytja eða geyma úrgang á þann hátt að valdið geti skaða, mengun eða lýti á umhverfinu. Þetta gildir einnig um smærri sem stærri hluti svo sem gáma, kerrur, bíla, bílhluta, báta, skipsskrokka og annað þess háttar“.
Frá og með næstu áramótum tökum við í notkun plan við Hafnarskeið 4 þar sem leggja skal stórum bílum, vörubifreiðum og fólksflutningabifreiðum. Eins er hægt að leggja öðrum tækjum sem eru á númerum. Þetta ekki hugsað sem langtímageymsla og alls ekki fyrir númerslaus ökutæki. Þetta plan mun vera með myndavélavöktun.
Ekki verður hægt að tengjast við rafmagn á svæðinu.
Sveitarfélagið Ölfus ber enga ábyrgð ef ökutæki og önnur tæki verða fyrir skemmdum á svæðinu.
Ætlumst við til þess að þeir aðilar sem eru með þessa bíla og tæki, noti þetta plan.
Sveitarfélagið Ölfus