Eins og áður hefur komið fram mun rafræn íbúakosning fara fram í Sveitarfélaginu Ölfusi dagana 17. 26. mars n.k.
Eins og áður hefur komið fram mun rafræn íbúakosning fara fram í Sveitarfélaginu Ölfusi dagana 17. 26. mars n.k. Kannaður verður vilji íbúa til sameiningar sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög en þessu til viðbótar verður t.d. spurt um skoðun íbúa sveitarfélagsins á tímasetningu bæjarhátíðarinnar Hafnardagar.
Öll umgjörð kosninganna er skv. kosningalögum og sveitarstjórnarlögum. Þeir einir eru á kjörskrá sem hafa lögheimili í Sveitarfélaginu Ölfusi í lok mánudagsins 9. mars nk. Ákveðið hefur verið og samþykkt af innanríkisráðuneytinu að kosningaaldur í þessari kosningu verði færður niður í 16 ár. Miðað er við að viðkomandi verði orðinn 16 ára 27. mars eða næsta dag eftir lok kosningarinnar.
Þá er rétt að hvetja þá sem ekki eiga Íslykil eða rafræn skilríki til að verða sér úti um slíkt hið fyrsta, þótt auðvitað verði hægt að nálgast það á meðan á kosningu stendur. Íslykill eða rafræn skilríki eru forsenda þess að geta tekið þátt í kosningunni.
Nánari upplýsingar um framkvæmd kosninganna verða birtar á næstunni.