Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. að Laxabraut 5 í Þorlákshöfn.
Um er að ræða landeldi og snýr breytingin á leyfinu að tegundabreytingu og umfangsbreytingu. Heimildir í núverandi leyfi gera ráð fyrir bleikjueldi með framleiðslu allt að 1.200 tonna á ári. Breytingin felur í sér heimild til að ala lax og að hámarks lífmassi eldisins fari ekki yfir 900 tonn á hverjum tíma. Breytt leyfi tekur einnig mið af nýjustu leyfum sem gefin eru út til fiskeldis og hefur verið uppfært til samræmis.
Fyrirspurn var send til Skipulagsstofnunar vegna matsskyldu sem komst að þeirri niðurstöðu að breytingin þyrfti ekki að fara í umhverfismat.
Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 14. mars 2022. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Tillaga að breytingu á starfsleyfi
Ákvörðun um matsskyldu