Dagskrá á vegum Bæjarbókasafns Ölfuss
Bókasafnið efnir til dagskrár af tilefni Norrænu Bókasafnavikunnar klukkan 18 á fimmtudag.
Á hverju ári efna bókasöfn á norðurlöndunum til bókasafnaviku þar sem valið er ákveðið þema og í tengslum við það textar eða textabrot til að lesa upp. Bókasafnavikan stendur nú yfir og er þema vikunnar ér að þessu sinni "töfrar norðursins". Af tilefni vikunnar hefur nemendum í yngsta og miðstigi Grunnskóla Þorlákshafnar verið boðið að koma í upplestrarstund á skólabókasafnið og Bæjarbókasafn Ölfuss.
Í kvöld efnir Bæjarbókasafnið í samstarfi við Norræna félagið í Ölfusi síðan til opinnar dagskrár í anddyri Ráðhússins, þar sem kór Grunnskóla Þorlákshafnar syngur nokkur lög og lesin verður smásaga sem byggir á goðafræðinni.
Boðið verður upp á kaffi og smákökur.