Mikið um að vera í Þorlákshöfn í dag
Það er mikið um að vera í Þorlákshöfn í dag. Nú eru Tónar og trix að taka á móti tveimur kórum eldri borgara af höfuðborgarsvæðinu, munu þetta mæta fólk syngjast á í einhverja stund.
Kl. 15:30 opnar sýning Sigurbjargar Eyjólfsdóttur, "Það er hægt að mála á allt!" í Galleríi undir stiganum. Yfirskrift sýningarinnar er engin lygi því Sigurbjörg málar m.a. á gamlar skóflur, rekavið og kerti. Sýning Sigurbjargar stendur út maímánuð.
Að sýningaropnun lokinni bjóða Tónar og trix kaffi og kökur á 1000 kr.Þessir viðburðir eru öllum opnir.