Tónleikar, leiksýning og myndir

Eyjólfur Kristjánsson á tónleikum í Þorlákshöfn
Eyjólfur Kristjánsson á tónleikum í Þorlákshöfn

Heilmikið er um að vera í menningarlífinu í Þorlákshöfn um þessar mundir.

Það er heilmikið um að vera í menningarlífinu í Þorlákshöfn. Mikið er um tónleika og það ekki af verri endanum. Eyjólfur Kristjánsson var með sérlega skemmtilega tónleika í Þorlákskirkju í síðustu viku og von er á tvennum stórtónleikum síðar í þessum mánuði. Þann 21. október kemur Mugison ásamt hljómsveit sinni til Þorlákshafnar og heldur tónleika í Ráðhúsinu og 24. október mætir frítt föruneyti tónlistarfólks til Þorlákshafnar af tilefni 200 ára árstíðar Franz Lisz, en það er karlakór Hreppamanna sem mun koma fram, píanóleikarinn Miklós Dalmay og unglingakór Selfosskirkju. Fyrir utan tónlistina eru framundan leiksýningar Leikfélags Ölfuss á gamanleiknum Himnaríki og búið er að opna skemmtilega myndasýningu í galleríi bókasafnsins. Það er því feikinóg af verkefnum í þessu mánuði fyrir þá sem vilja njóta menningar í Ölfusinu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikunum í Þorlákskirkju. Myndasmiður er Magnús Guðjónsson.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?