Tvöfaldur slagur Ölfuss og Hafnarfjarðar föstudaginn 21. október
Ölfus mætir Hafnarfirði í Útsvarinu á föstudaginn ásamt því að Þór Þorlákshöfn mæta Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Ölfus keppir við Hafnarfjörð í Útsvari næstkomandi föstudag, 21. október kl. 20:00 á Rúv. Lið Ölfuss er það sama og í fyrra þ.e. Ágústa Ragnarsdóttir, Árný Leifsdóttir og Hannes Stefánsson. Þau stóðu sig með prýði í fyrra og komust í átta liða úrslit sem tryggði okkur örugga þáttöku í Útsvarinu í ár.
Það er von á skemmtilegri keppni og við hvetjum sem flesta að mæta í sjónvarpssal til að styðja okkar fólk áfram.
Það er mæting kl. 19:30 í sjónvarpshús Rúv í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík.
Sama kvöld mætir Þór Þorlákshöfn Haukum á Ásvöllum í Dominos deild karla og hefst leikurinn kl 19:15.
Það er því hægt að segja með sönnu að það verður hörkuslagur á milli Ölfuss og Hafnarfjarðar á næsta föstudag!