Í grein Viðskiptablaðsins er að finna viðtal við Brynjar Birgisson, skipstjóra á Ársæli ÁR, en báturinn er á ufsaveiðum á Selvosgbanka
Báturinn Ársæll ÁR var á humri síðastliðið sumar og fram á haust en í nóvember fór hann á ufsanet.
Í Viðskiptablaðinu er fjallað um netavertíðina og birt viðtöl við nokkra skipstjóra, m.a. Brynjar Birgisson skipstjóra á Ársæli ÁR. Hann greinir frá því að vertíðin hafi gengið vel. Fáar trossur hafi verið notaðar en mjög mikið veitt. Báturinn er nú á veiðum á Haus á Selvogsbanka þar sem hann veiðir ufsa. Gaman er að lesa fréttina og hægt að nálgast blaðið á Bæjarbókasafni Ölfuss, en greinin hefur einnig verið prentuð út og er hægt að finna hana ásamt öðrum greinum og fréttum fjölmiðla sem tengjast Ölfusinu í möppu á bókasafninu í Þorlákshöfn.