gær, á degi Íslenskrar náttúru, voru umhverfisverðlaun afhent í fyrir fallegustu garðana í bæði þéttbýli og dreifbýli Ölfuss. Ennfremur voru afhjúpuð þrjú skilti við elstu göturnar í Þorlákshöfn.
Í gær, á degi Íslenskrar náttúru, voru umhverfisverðlaun afhent í fyrir fallegustu garðana í bæði þéttbýli og dreifbýli Ölfuss. Ennfremur voru afhjúpuð þrjú skilti við elstu göturnar í Þorlákshöfn.
Það var formaður sipulags- umhverfis- og bygginganefndar, Anna Björg Níelsdóttir, sem afhenti viðurkenningar og verðlaun fyrir fallegustu garðana. Fimm garðar fengu viðurkenningu í Þorlákshöfn og fjórir í dreifbýli Ölfuss. Eftirfarandi garðar fengu viðurkenningu:
Eyjahraun 11, Hafnarberg 10, Heinaberg 16, Oddabraut 18 og Finnsbúð 9, en síðastnefndi garðurinn fékk umhverfisverðlaunin 2015, en garðeigendur eru þau Sigríður Sveinsdóttir og Sigurður Bjarnason. Garðurinn þeirra þykir einstaklega fallegur, vel hirtur og snyrtilegur. Aðkoman er mjög falleg.
Í dreifbýlinu voru veittar viðurkenningar til eftirfarandi garða:
Bræðraból, Gljúfur. Kotströnd II og Klettagljúfur 11, en síðastnefndi garðurinn fékk umhverfisverðlaun 2015 og garðinn eiga þau Jóhanna Sigurey Snorradóttir og Árni Sveinsson. Hannn þykir mjög fallegur og snyrtilegur, Þetta er nýr garður sem er í uppbyggingu og hefur tekist vel til..
Eftir verðalaunaafhendingu hélt dagskrá áfram við elstu götur bæjarins þar sem afhjúpuð voru þrjú skilti til að minna á upprunalegu nöfn gatnanna. Göturnar fengu nöfn bókstafa stafrófsins og er ekki vitað til þess að slík götuheiti hefðu verið notuð annarsstsaðar. Enn í dag tala íbúar um A, B og C götu með hlýju og er gaman að halda þessum upplýsingum til haga. Ágústa Ragnarsdóttir upplýsti gesti um verkefnið og sagði að til stæði að halda áfram merkingum og þá jafnvel bæði í þéttbýli og dreifbýli.