Umhverfisverðlaun Ölfuss 2014

Umhverfisverdlaun 2014
Umhverfisverdlaun 2014
Umhverfisverðlaun afhent
Á sumardaginn fyrsta veitti Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra umhverfisverðlaun Ölfuss árið 2014,  Fyrirtækið Icelandic Water Holding, vatnsverksmiðjan á Hlíðarenda í Ölfusi hlýtur umhverfisverðaunin í ár.

Náttúrufegurð og stórbrotið landslag er helsta aðdráttarafl Íslands.

Við leggjum orðið meiri áherslu á að draga fram sérstöðu landsins,  og eflum umhverfisvitund um land allt. Samstarf fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisvalds er því gríðarlega mikilvægt til að stuðla að fjölbreyttri þjónustu og byggja upp þá ímynd sem við viljum að gestir okkar upplifi.

Umhverfisverðlaun Ölfuss eru veitt á sumardaginn fyrsta og nú í þriðja sinn, en þau eru því nýtilkomin eða á þessu kjörtímabili. Verðlaunin eru veitt þeim sem sýnt hefur einstakt framtak á sviði umhverfismála. Við valið er horft til þeirra fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga innan sveitarfélagsins sem láta sig umhverfismál varða, hafa mótað sér umhverfisstefnu eða á annan hátt verið til fyrirmyndar hvað varðar umhverfismál.
Tilgangur umhverfisverðlauna Ölfuss er að stuðla að aukinni  umhverfisvitund íbúa og fyrirtækja og hvetja fólk til að láta sig umhverfismál varða.

Umhverfisverðlaun Ölfuss árið 2014 hlýtur Icelandic Water Holding, Vatnsverksmiðjan á Hlíðarenda í Ölfusi.

Icelandic Water Holding uppfyllir með prýði öll þau viðmið og kröfur sem settar voru fram við valið og gera fyrirtæki verðug þess að hljóta umhverfisverðlaun Ölfuss. Icelandic Water Holding er því vel að verðlaununum komið.

 

Stefna fyrirtækisins er að kolefnisjafna útblástur sem verður til við framleiðsluna. Af fremsta megni er leitast við að  fylgja stöðlum í umhverfisvænum starfsháttum og fylgja grænum gildum.

Icelandic Water Holding hafa verið í samstarfi við Carbon Neutral frá 2006 og voru þá fyrsta drykkjarvörufyrirtækið til fá viðeigandi vottun á öll ferli í rekstri félagsins. Fyrirtækið hefur fjárfest í umhverfisvænum verkefnum sem ætlað er að leysa af hólmi framleiðslu sem annars hefði skilað kolefnisútblæstri út í andrúmsloftið. Má þar nefna metanframleiðslu og nýtingu bæði lífræns úrgangs og vindmyllur sem orkugjafa.

 

Allar umbúðir og afurðir fyrirtækisins eru 100% endurvinnanlegar og leitast er við að skipta við framleiðendur sem hafa umhverfisvottanir og nota hátt hlutfall endurunninna hráefna. 

 

Sveitarfélagið er stolt af þeirri vöru sem IWH býður en vatnið er ein stærsta auðlind Ölfusins og fá önnur sveitarfélög sem eru jafn rík af vatni og Ölfus. Vatnsverndarsvæði Ölfusins er jafnframt gríðarstórt.

Ég hef einhvers staðar heyrt að svo mikið vatn renni til sjávar með Selvogsstraumnum, en úr honum tekur fyrirtækið sitt vatn, að það dygði í eitt vatnsglas handa hverjum jarðarbúa á hverjum klukkutíma.

Verðlaunagripurinn er unninn af handverkskonunni Dagnýju Magnúsdóttur í Þorlákshöfn og er innblásinn af umhverfinu við ströndina og vatninu.

(Una Björk Jóhannsdóttur, gæðastjórastjóri mun taka við verðlaununum fyrir hönd IWH )

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?