Undanúrslit Útsvarsins hefjast föstudaginn 27. apríl og munu Ölfusingar ríða á vaðið og mæta Fljótsdalshéraði.
Síðasta viðureign Ölfusinga var æsispennandi og hvetjum við fólk eindregið til að mæta í sjónvarpssal og hvetja liðið. Það kostar ekkert, bara að mæta uppí Efstaleiti 1, klukkan 19:40 á föstudaginn. Virkilega skemmtilegt og kemur vel á óvart að vera á staðnum að fylgjast með.
Lið Ölfuss er sem fyrr skipað okkar frábæru Árnýju Leifsdóttur, Hannesi Stefánssyni og Magnþóru Kristjánsdóttur. Lið Fljótsdalshérðaðs er skipað þeim Dagmari Ýri Stefánsdóttur, Ingvari Skúlasyni og Þorsteini Bergssyni. Seinni viðureign undanúrslita er svo á milli Ísfirðinga og Hafnfirðinga.
Áfram Ölfus!