Undirbúningur fyrir Safnahelgi á Suðurlandi er hafinn, en að henni standa Samtök safna á
Suðurlandi
Undirbúningur fyrir Safnahelgi á Suðurlandi er hafinn, en að henni standa Samtök safna á Suðurlandi. Í ár verður safnahelgin haldin í fimmta sinn, helgina 1.- 3. nóvember nk. Um stærsta sameiginlega menningarviðburð svæðisins er að ræða og tóku á síðasta ári yfir
sjötíu aðilar þátt með því að bjóða upp á margvíslega viðburði. Vel hefur gefist að bjóða veitingaaðilum og lista- og handverksfólki að taka þátt í hátíðinni og verður svo einnig þetta árið. Tónlistarfólk og í raun allir skapandi einstaklingar eru hvattir til að vera með og er vonast til að um safnahelgi verði boðið upp á fjölbreytta viðburði um allt Suðurland.
Þeir sem hafa áhuga á þátttöku eru hvattir til að hefja undirbúning og ákveða upp á hvað þeir ætla að bjóða.
Upplýsingar um viðburði og uppákomur sendist til Barböru Guðnadóttur, menningarfulltrúa Ölfuss á netfangið barbara@olfus.is.
Skráningarfrestur er til 4. október.
Allar nánari upplýsingar um safnahelgina er hægt að fá hjá menningarfulltrúa með því að kíkja við á bókasafninu eða hringja í síma 8636390
Finnið Safnahelgina á fésbókinni og látið ykkur vel líka.