Æfing á Dýrunum í Hálsaskógi 2012
Nú standa yfir lokaæfingar fyrir uppsetningu kóra og lúðrasveitar Grunnskóla Þorlákshafnar á söngleiknum Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner
Nú standa yfir lokaæfingar fyrir uppsetningu kóra og lúðrasveitar Grunnskóla Þorlákshafnar á söngleiknum Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Þetta er í fimmta skipti sem tónleikaröðinni Tónum við hafið lýkur með söngleik þar sem yngsta kynslóðin fær að spreyta sig og gestir að njóta afraksturs mikillar vinnu og undirbúnings sem staðið hefur yfir frá áramótum. Það eru þau Ester Hjartardóttir og Gestur Áskelsson sem stjórna kór og hljómsveit og standa að uppsetningunni, en Ester hefur einnig lagað textann að þeim hópi sem verður á sviðinu því allir vilja fá eitthvað að segja. Þau fá dygga aðstoð margra aðila til þessa stóra verkefnis, m.a. mun Sigrún Berglind Ragnarsdóttir líkt og undanfarin ár sjá um sviðsmynd og búninga og Halldór Sigurðsson, skólastjóri kemur að leikstjórn.
Verkefnið er unnið af miklum metnaði og börnin taka hlutverk sín mjög alvarlega, Það verður því alvöru sögnleikur sem gestir fá að njóta á sviðinu í Versölum, ráðhúsi Ölfuss, sunnudaginn 13. maí en sýningin hefst klukkan 14:00.
Það er menningarnefnd Ölfuss sem stendur fyrir tónleikaröðinni Tónum við hafið en verkefnið hefur hlotið veglegan styrk frá Menningarráði Suðurlands.
Meðfylgjandi myndir voru teknar af menningarfulltrúa er hann leit við á æfingu hjá börnunum.