Það var spennandi að skoða sellóið
Það var mikil stemning á bókasafninu á dagskrá af tilefni fjölmenningarvikunnar. Sérstakir gestir safnsins voru yngstu börnin sem nutu lifandi tónlistar og gæddu sér á ljúffengri hollustu.
Það var glatt á hjalla í morgun þegar barnadeildin fylltist af kátum börnum sem nutu samvistar við hvert annað, bækur og leikföng og nutu lifandi tónlistar. Barbara Guðnadóttir reið á vaðið og spilaði fyrir þau nokkur lög á selló. Síðan mætti Guðmundur Pálsson og spilaði á fiðlu ýmsar dægurperlur og fjölmörg þekkt sönglög. Börnin hlustuðu hugfangin og fengu síðan að gæða sér á ávöxtum.
Í kvöld verður síðan handavinnukvöld á glervinnustofunni Hendur í höfn. Þar eru allir velkomnir milli kl. 20 og 22, þar sem unnið verður að gerð vinateppis og einnig er hægt að taka með aðra handavinnu.