Upplýsingar um Frístund í ágúst

Vegna fyrirspurna um frístundastarf í ágúst hefur verið ákveðið að koma til móts við foreldra og opna Frístund 15. ágúst.

Áður var auglýst sumarfrístund frá 7.-14. ágúst en vegna dræmrar þátttöku var ákveðið að hætta við námskeið þá viku en bjóða frekar uppá námskeið 15. - 21. ágúst. Búið er að hafa samband við foreldra þeirra barna sem höfðu skráð börn á námskeið.

Skipulag vikuna 15. - 21. ágúst:

    • Börn f. 2018 - verða í skipulögðu Frístundarstarfi með kynningu á starfi, reglum og rútínu ásamt því að læra á rými og valtöfluna sem verður í vetrarstarfi.
    • Börn f. 2015 - 2017 - verða í skipulögðu sumarstarfi þar sem farið verður í allskonar úti ævintýri.

 

Hægt er að skrá barnið heilan dag (08:00-16:00) eða hálfan dag (08:00-12:00/12:00-16:00)

Veð fyrir vikuna heill dagur er 10.370 kr
Verð fyrir vikuna hálfur dagur er 5.450 kr

Skráning fer fram á sportabler: https://www.abler.io/shop/olfus/sumarnamskeid
Lokum fyrir skráningu 12.ágúst kl 23:59

Hvað þarf að hafa með:
Ef barn er heilan dag þarf að hafa 3 nesti og vatnsbrúsa.
Ef barn er hálfan dag þarf að hafa með 1-2 nesti og vatnsbrúsa.
Börn þurfa að vera klædd eftir veðri, hafa útiföt við hæfi og aukaföt.

Mögulega þarf að takmarka fjölda barna á námskeiðinu.

Vetrarfrístund byrjar 23.ágúst og þá verður boðið upp á síðdegishressingu innan Frístundar. Minni á skráningu fyrir haustið: https://forms.office.com/e/PxnVUSkFg1

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?