Eins manns rusl er annars fjársjóður
Hveragerðisbær, sem boðar „grænu byltinguna“, Listasafn Árnesinga og Umhverfis Suðurland taka höndum saman og blása til samkeppni um leiðir til þess að breyta „úrgangi í auðlind“.
Reglurnar eru einfaldar:
Tillagan þarf að vera ný leið eða hugmynd um (endur)nýtingu á einhverju sem annars væri hent.
Dæmi:
Úr efni sem annars væri hent
Gamall og/eða uppgerður hlutur með nýtt hlutverk
Leið til þess að gera einnota hluti að fjölnota hlutum
...eða hvað annað sem getur fallið undir ,,úrgangur í auðlind"
Tillögur skulu sendar á umhverfi@sudurland.is þar sem hugmyndinni eru gerð góð skil í máli og/eða myndum fyrir lok dags 12. júní. Sé um að ræða hlut sem keppandi vill skila inn skal jafnframt hafa samband við skipuleggjendur í sama netfang.
Vegleg verðlaun fyrir áhugaverðustu hugmyndina!
Úrslitin verða svo tilkynnt á Blómstrandi dögum í Hveragerði þann 15. júní.
Leggið nú höfuðin í bleyti og sendið okkur hugmyndir um hvernig hægt er að koma þeim hlutum sem eru í kring um okkur inn í hringrásarhagkerfið með því að gefa þeim nýtt líf eða annað hlutverk.
Ef þið hafið einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband.
Ingunn Jónsdóttir
Kristín Vala Þrastardóttir
Verkefnastjórar Umhverfis Suðurland