Margir tóku eftir því að liðið okkar mætti í fallegum bolum, merktum Ölfus og með setningunni okkar allra á ,,Hamingjan er hér!" Vegna fjölda fyrirspurna og áskorana var ákveðið að láta framleiða nokkur stykki fyrir bæjarbúa. Við vonumst til að geta hafið sölu á bolunum á morgun. Sala mun fara fram á bókasafninu og kosta þeir 2000 kr. Um takmarkað magn er að ræða :)
Þátturinn verður 18. maí, klukkan 20:00 og er eins og venjulega öllum opinn. Útsendingin fer fram í Efstaleiti 1, sjónvarpshúsinu og er mæting klukkan 19:40.
Ölfus hefur aldrei komist eins langt í útsvarinu og því mikilvægt að við sýnum liðinu okkar góðan stuðning með því að fylla sjónvarpssalinn!
ÁFRAM ÖLFUS!