Úrslitaviðureign Útsvarsins, Ölfus - Ísafjarðarbær

Eins og við öll vitum, eða það vona ég allavega, þá er liðið okkar komið áfram í úrslit í Útsvarinu. 

Það var lið Ísafjarðarbæjar sem hafði betur gegn liði Hafnfirðinga, í síðari úrslitaviðureign keppninnar, og munum við því mæta liðinu að vestan. Í liði Ísafjarðarbæjar eru Gylfi Ólafsson, Tinna Ólafsdóttir og Greipur Gíslason. 
Lið Ölfuss er eins og áður skipað þeim Árnýju Leifsdóttur, Hannesi Stefánssyni og Magnþóru Kristjánsdóttur. 

 

Margir tóku eftir því að liðið okkar mætti í fallegum bolum, merktum Ölfus og með setningunni okkar allra á ,,Hamingjan er hér!" Vegna fjölda fyrirspurna og áskorana var ákveðið að láta framleiða nokkur stykki fyrir bæjarbúa. Við vonumst til að geta hafið sölu á bolunum á morgun. Sala mun fara fram á bókasafninu og kosta þeir 2000 kr. Um takmarkað magn er að ræða :) 

Þátturinn verður 18. maí, klukkan 20:00 og er eins og venjulega öllum opinn. Útsendingin fer fram í Efstaleiti 1, sjónvarpshúsinu og er mæting klukkan 19:40.

Ölfus hefur aldrei komist eins langt í útsvarinu og því mikilvægt að við sýnum liðinu okkar góðan stuðning með því að fylla sjónvarpssalinn!

ÁFRAM ÖLFUS!         

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?