Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakjörs á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs er hafin.

Hægt er að kjósa á skrifstofu Sýslumannsins á Suðurlandi en einnig er hægt að kjósa á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss.

Opnunartími bæjarskrifstofu er frá kl. 9-16 mánud.-fimmtud. og frá kl. 9-13 á föstudögum. Kosningin á bæjarskrifstofunni stendur til 31.maí nk. og kjörfundur verður svo í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, laugardaginn 1.júní frá kl. 9-22.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki.

Ábyrgð á atkvæði

Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 76. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Fram að kjördegi er kjörstjóra þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst og greiða almennt póstburðargjald undir sendinguna. Kjósandi ber að öðru leyti sjálfur kostnað af sendingu atkvæðisbréfsins.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?