Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir tilboðum í verkið:
Sorphirða í Ölfusi 2025-2030
Verkið felst í söfnun úrgangs úr sorp- og endurvinnsluílátum við öll heimili og stofnanir í Sveitarfélaginu Ölfusi, bæði í þéttbýli og í dreifbýli auk þjónustu við gámastöð sveitarfélagsins sem felst í leigu á gámum og flutningi á úrgangi frá gámastöð í afsetningu.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Útboðsgögn eru aðgengileg á Ajour kerfi sveitarfélagsins frá og með föstudeginum 3. janúar 2025. Finna má upplýsingar um útboðið með því að smella á eftirfarandi hlekk:Home | Ajour System
Tilboðum skal skilað í gegnum kerfið eigi síður en 7. febrúar 2025 kl. 11.00. Tilboð verða opnuð í kjölfarið og niðurstöður tilkynntar bjóðendum.