Sveitarfélagið Ölfus
ÚTBOÐ
Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir tilboðum í :
Stígur og lagnir að Iðnaðarsvæði á Hafnarsandi.
Verkið felur m.a. í sér að leggja vatns, hitaveitulagnir og göngustíg að fyrirhuguðu iðnaðarsvæði á Hafnarsandi, vestan Þorlákshafnar. Undirbúa skal lagnabotn fyrir hitaveitu, vatnslagnir, rafstrengi og fjarskiptastrengi, leggja hitaveitu og vatnslagnir, sanda meðfram lögnum og fylla yfir.
Lagnir liggja undir fyrirhuguðum göngustíg sem fylla skal í hæð 10cm undir endanlegri malbikshæð.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur á lausu efni 1.000 m³
- Fleygun 600 m³
- Neðra burðarlag 10.417 m³
- Vatnslögn Ø180 2.435 m
- Hitaveitulögn DN150 1.581 m
- Hitaveitulögn DN100 2.532 m
- Lagning fjölpípustofnrörum MÍLU 4.200 m
- Lagning á fjölpípurörum MÍLU 120 m
Verklok eru 15. apríl 2018.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 14. nóvember 2018. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Ingibjörgu á skrifstofu Eflu á Suðurlandi í síma 412 6900, eða með tölvupósti í netfangið utbod.sudurland@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila til Eflu verkfræðistofu, Austurvegi 1-5, 800 Selfoss fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn 29. nóvember 2017 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Sveitarfélagið Ölfus
Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri
_________________________________________________________
Greiðandi :
Sveitarfélagið Ölfus.
Afsent :
Efla Suðurland
Austurvegi 1-5,
800 Selfoss.