Verkið er fólgið í yfirborðsfrágangi á hluta Hraunshverfis, þar með talið jöfnun núverandi fyllingar, leggja jöfnunarlag,
malbikun gatna og gangstétta, steypu kantsteins og frágang gróðursvæða allt eins og fram kemur í verklýsingu og
á teikningum.
Helstu magntölur eru:
Malbikun stíga og gatna |
8.300 m2 |
Jöfnunarlag stíga og gatna |
9.500 m2 |
Jöfnun núverandi fyllinga |
6.200 m2 |
Kantsteinn |
960 m |
Þökulögn og gróðurmold |
2.300 m2 |
Verklok eru 31. júlí 2022.
Útboðsgögn verða afhent á útboðvef sem er aðgengilegur hér: https://olfus.ajoursystem.is/Tender/DirectLink/
5cc6d6ef-d074-4280-b47f-bcd7d7fa20ac
Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour.
Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett er fram í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs og hlaða upp þeim skrám sem gerð er krafa um. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði.
Ef enginn póstur berst, hefur afhending ekki tekist.
Bjóðendur skulu í þeim tilfellum leita til Ajour þjónustuaðila án tafar. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og er hvattur til að hefja tímanlega vinnu við að skila því inn. Skilafrestur tilboðs er til kl. 11:00 þriðjudaginn 29. mars 2022.
Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur tilboða er liðinn.
Bjóðendum verður því ekki boðið að mæta á opnunarfund en í kjölfar opnunar tilboða verður bjóðendum sent opnunaryfirlit rafrænt.
Sveitarstjórn Ölfuss