Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir tilboðum í verkið:
Gatnagerð fyrir 1. áfanga í Vesturbyggð
Verklok eru 31.3.2023
Verkið felur í sér gatnagerð, lagnir og veitur fyrir nýjar götur
í Vesturbyggð.
Helstu magntölur eru:
Uppúrtekt 14350 m³
Fyllingar 19000 m³
Losun á klöpp í skurðum 2100 m
Fráveitulagnir 2880 m
Vatnslagnir 1985 m
Hitaveitulagnir 4550 m
Útboðsgögn verða afhent á útboðvef sem er aðgengilegur hér:
https://olfus.ajoursystem.net/Tender/DirectLink/c8868812-
4cc6-438a-88a3-ce8c6b2fe735
Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour.
Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett er fram í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs og hlaða upp
þeim skrám sem gerð er krafa um. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Ef enginn póstur berst,
hefur afhending ekki tekist. Bjóðendur skulu í þeim tilfellum leita til Ajour þjónustuaðila án tafar. Bjóðandi ber ábyrgð á að
tilboð berist á réttum tíma og er hvattur til að hefja tímanlega vinnu við að skila því inn.
Skilafrestur tilboðs er til kl. 11:00 þriðjudaginn 21. júní 2022.
Komi upp erfiðleikar við að ná í gögn eða hlaða upp tilboði er bjóðendum bent á ráðgjafa útboðsvefsins til að fá aðstoð
í síma 519 1777
Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur tilboða er liðinn. Bjóðendum
verður því ekki boðið að mæta á opnunarfund en í kjölfar opnunar tilboða verður bjóðendum sent opnunaryfirlit rafrænt.
Byggingarfulltrúi Ölfus