Auglýsing vegna útboðs.
Verkinu skal að fullu lokið 1. júlí 2025.
Verkinu er skipt upp í 2 áfanga
1. Áfangi er frá stöð 3.500–5.450 og skal honum að fullu lokið með malbikun 1. júní 2025.
2. Áfangi er frá stöð 0–3.500 og skal honum að fullu lokið með malbikun lokið 1. júlí 2025.
Verkið felur í sér að hefla og jafna núverandi fyllingu í 1. áfanga.
Rífa bundið slitlag af hluta í 2. áfanga og leggja út styrktarlag á ákveðnum köflum í áfanganum.
Leggja út burðarlag, jafna og þjappa og að lokum malbika tvö lög af malbiki. Einnig skal leggja ídráttarrör í gegnum
götuna á tveimur stöðum bæði Ø110 mm rör og Ø225 mm rör.
Verkkaupi áskilur sér rétt til að leggja AC16 sem neðra lag í stað BRL16 og sleppa efra malbikslaginu eða fresta um
eitt ár.
Helstu magntölur eru:
Styrktarlag Malbik AC16 Malbik BRL16 |
2500 m³ 44.350 m² 44.350 m² |
Verkinu skal að fullu lokið 1. júlí 2025.
Útboðsgögn verða afhent á útboðvef sem er aðgengilegur
hér:
https://olfus.ajoursystem.net/Tender/DirectLink/74d5d77c-d811-4075-897d-f9fb3adc6c12
Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour.
Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett er fram í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs og hlaða
upp þeim skrám sem gerð er krafa um. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Ef
enginn póstur berst, hefur afhending ekki tekist.
Bjóðendur skulu í þeim tilfellum leita til Ajour þjónustuaðila án tafar. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á
réttum tíma og eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn.
Skilafrestur tilboðs er til kl. 11:00 föstudaginn 4. apríl 2025.
Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur tilboða er liðinn.
Bjóðendum verður því ekki boðið að mæta á opnunarfund en í kjölfar opnunar tilboða verður bjóðendum sent
opnunaryfirlit rafrænt.
Byggingarfulltrúinn í Þorlákshöfn.