Það hefur verið mikið um að vera á bókasafninu í Þorlákshöfn síðustu vikurnar þar sem fjöldi fólks hefur komið til að kaupa miða á tónleika Tóna og Trix auk þess sem margir hafa lagt leið sína í Gallerí undir stiganum til að skoða sýningu Sigurbjargar Eyjólfsdóttur.
Það hefur verið mikið um að vera á bókasafninu í Þorlákshöfn síðustu vikurnar þar sem fjöldi fólks hefur komið til að kaupa miða á tónleika Tóna og Trix auk þess sem margir hafa lagt leið sína í Gallerí undir stiganum til að skoða sýningu Sigurbjargar Eyjólfsdóttur.
Fyrri útgáfutónleikar Tóna Trix, tónlistarhóps eldri borgara úr Þorlákshöfn verða í kvöld í Þorlákskirkju og hefjast klukkan 20:00. Enn er hægt að kaupa miða, en mælst er til þess að fólk sem á eftir að kaupa miða, mæti snemma í kirkjuna. Seinni tónleikarnir verða síðan í Gamla Bíói á þriðjudagskvöldið.
Auk miðasölunnar hefur sýning Sigurbjargar Eyjólfsdóttur á máluðum skóflum, misryðguðum, vakið mikla athygli. Nú eru bara tveir sýningardagar eftir, mánudagur og þriðjudagur, en þá verður sumarsýning Byggðasafns Ölfuss sett upp.