Útsvar: Ölfus - Kópavogur, 22. desember.

Útsvar

 

Nú er ljóst að lið Ölfuss mun mæta Kópavogsbæ í annarri umferð Útsvarsins, 22. desember kl: 20:00.

Lið Ölfuss er eins og áður, skipað þeim Árnýju Leifsdóttur, Hannesi Stefánssyni og Magnþóru Kristjánsdóttur.

Lið Kópavogs kemur inn sem næst stigahæsta tapliðið eftir viðureign við Fjarðarbyggð. Í liði Kópavogs eru Katrín Júlíusdóttir, Orri Hlöðversson og Skúli Þór Jónsson.

Ljóst er að um hörku viðureign verður að ræða og nauðsynlegt að allir þeir sem mögulega komast mæti í sjónvarpssal og sýni liðinu stuðning. 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?