Þessi mynd sýnir áætlað útlit mölunarverksmiðju og þeirrar hafnar sem fyrirtækið myndi byggja til að þjónusta verksmiðjuna. Í gegnum höfnina kæmi óunnið efni af sjávarnámum til vinnslu og síðan yrði unnið efnið einnig flutt út í gegnum hana.
Nú liggur fyrir að verkfræðistofan Cowi hefur lokið rannsóknum sínum og lagt fram gögn er varðar þann varhug sem FirstWater galt varðandi ryk, hávaða og titring frá mölunarverksmiðju í Keflavík. Í samræmi við fyrri samþykktir fól Sveitarfélagið Ölfus Verkfræðistofunni Eflu að yfirfara þessi gögn og leggja mat á fagleg gæði þeirra.
Þá liggur og fyrir að Det Norske Veritas hefur í nokkurn tíma unnið að hættumati fyrir Þorlákshöfn og vænta höfn í Keflavík.
Helstu niðurstöður eru sem hér segir:
Hljóðvist er talin óveruleg:
Hljóðmengun frá starfsemi er innan viðmiðunarmarka samkvæmt reglugerðum. Hljóðvist hefur verið metin óveruleg með tilliti til umferðar vörubíla. Hljóðstig frá framleiðslunni er áætlað um 40-45 dB(A) við lóðarmörk miðað við 70 dB(A) við húsvegg. Það er vel innan þeirra marka sem kveðið er á um í reglugerð fyrir iðnaðarsvæði. Til viðmiðunar er hámarks hljóðstig í þéttbýli 50 dB(A) að degi og 40 dB(A) að nóttu. Þá mælist núverandi hljóðstig á svæðinu 40-55 dB(A), þ.e. vegna vinds og öldu fyrst og fremst.
Loftmengun er talin óveruleg:
Loftmengun er talin óveruleg, og áætlunin felur í sér að allar efnisvinnslur fari fram innandyra með lofthreinsibúnaði til að koma í veg fyrir rykmengun. Loftsíur verða á öllum búnaði sem miða að því að rykmagn í lofti verði minna en 10 mg/Nm3. Í Þorlákshöfn eru algeng gildi á hverjum degi 5-25 μg/m3. Vöktun á rykmengun á rekstrartíma er nauðsynleg.
Titringur er talinn óverulegur:
Titringur á rekstrartíma er talinn óverulegur, en sprengingar á framkvæmdartíma gætu valdið tímabundnum áhrifum. Reglugerðir um varnir gegn álagi eru taldar duga til að lágmarka áhrif. Titringur frá framleiðslunni við lóðarmörk er áætlaður 0,07-0,15 mm/s sem er sambærilegt við þann titring sem mælist á svæðinu í dag (0,07-1,3 mm/s).
Áhættumat hafna:
Áhættan á olíuleka er metin sem fjarlæg en afleiðingar gætu verið alvarlegar. Líkurnar á olíuleka var reiknuð með því að margfalda slysatíðni með líkum á olíuleka eftir skipagerð. Heildarárstíðni olíuleka er metin sem 8,47 × 10⁻⁵, sem þýðir að olíulekavá gæti orðið á um 11.806 ára fresti. Í heildina er tíðni skipaslysa í svæðinu talin mjög lág; áætlað er að slys geti orðið einu sinni á um 580 ára fresti. Áhersla er lögð á að tryggja að hafnirnar séu tilbúnar með viðbragðsáætlanir til að draga úr skaða ef olíuleki skyldi verða enda ljóst að skaði lífríkis af mögulegu olíuslysi yrði verulegur.
Frekari gögn er að finna hér: gagnasafn