Varðskipið Þór verður til sýnis í Þorlákshöfn

Varðskipið Þór
Varðskipið Þór
Varðskipið Þór í Þorlákshöfn

Varðskipið Þór er væntanlegt til Þorlákshafnar á morgunn, laugardaginn 27. október og er áætlað að skipið verði þar opið til sýnis frá kl. 13 - 16:00

Varðskipið Þór er væntanlegt til Þorlákshafnar á morgun, laugardaginn 27. október, og er áætlað að skipið verði þar opið til sýnis frá kl. 13-16.

Landhelgisgæslan hvetur fólk til að koma um borð og skoða hið glæsilega varðskip sem er bylting í vöktun, öryggismálum, leit og björgun innan íslenska hafsvæðisins.

Að öllu jöfnu eru 18 manns í áhöfn skipsins sem er sami fjöldi og á varðskipunum Ægir og Týr. Á meðal verkefna sem skipinu er ætlað að sinna eru: eftirlit- og löggæsla á hafinu, fiskveiðieftirlit, leit og björgun, dráttarverkefni, slökkvistörf, mengunarhreinsun og sjómælingar. Þyrlur Landhelgisgæslunnar geta tekið eldsneyti á flugi yfir varðskipinu og hægt er að gera Þór að fljótandi stjórnstöð í almannavarnaaðgerðum.

Heimild:  sunnlenska.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?