Vatnið úr Ölfusinu fær tvær gullstjörnun í alþjóðlegra gæðasmökkun

Jón Ólafsson ræðir um vatnið
Jón Ólafsson ræðir um vatnið

Vatnið sem selt er undir merkjum Icelandic Glacial, fékk tvær gullstjörnur á verðlaunahátíðinni "Superior Awards" á dögunum.

Vatnið sem selt er undir merkjum Icelandic Glacial,og tappað á flöskur í landi Hlíðarenda í Ölfusi, fékk tvær gullstjörnur á verðlaunahátíðinni "Superior Awards".

Það er stofnunin "International Taste & Quality Institute" sem stendur fyrir hátíðinni en að baki henni standa kokkar og þjónar víðsvegar um heiminn.  Markmiðið er að bragða og meta hágæða mat og drykk frá öllum heimshornum og er verðlaununum líkt við stjörnugjöf í Michelin-biblíu matarrýna á vef "Superior Taste Awards".

Í tilkynningu segir að fjórtán af heimsins fremstu sérfræðingum um mat og drykk hafi gefið vatninu tvær stjörnur af þremur mögulegum.

Um þetta má lesa í Viðskiptablaðinu, þaðan sem myndin er fengin: http://www.vb.is/frettir/84032/

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?