Vegagerðin og Sveitarfélagið Árborg auglýsa lokun á þjóðvegi nr. 1

lokun-a-tryggvagotu-minni-300x292
lokun-a-tryggvagotu-minni-300x292
Vegna framkvæmda á gatnamótum Austurvegar og Tryggvagötu á Selfossi. Gatnamótunum verður lokað þann 25.febrúar nk. og verða þau lokuð í allt að 6 vikur.

Vegagerðin og Sveitarfélagið Árborg auglýsa lokun á þjóðvegi nr. 1 vegna framkvæmda á gatnamótum Austurvegarog Tryggvagötu á Selfossi. Gatnamótunum verður lokað þann 25.febrúar nk. og verða þau lokuð í allt að 6 vikur.

Vegfarendum er bent á eftirfarandi hjáleiðir:
– Hjáleið þungaflutninga verður um Eyraveg, Fossheiði og Langholt.

Hjáleið annarra ökutækja um miðbæ verður um Sigtún, Árveg og Bankaveg.

Vegna framkvæmdanna verður röskun á aðkomu frá Austurvegi að verslun og þjónustu við framkvæmdasvæðið á meðan verktíma stendur. Aðgengi að Austurvegi 9, 11 og 13 – 15 verður um Tryggvagötu frá Árvegi en þar eru til húsa verslanirnar Sportbær, Hjólabær, Karl R. Guðmundsson úrsmiður og Motivo, auk hárgreiðslustofunnar Verónu, Snyrtistofu Ólafar, Tannlæknastofu Þorsteins og Jóns, Íslandsbanka og Sjúkraþjálfunar Selfoss. Bílastæði eru fyrir norðan við Austurveg 9 og 11.

Aðgengi að Austurvegi 6, 8 og 10 er um bílastæði húsanna  frá Sigtúni en aðkoma frá Tryggvagötu lokast.

Aðgengi að Austurvegi 6, 8 og 10 er um bílastæði húsanna  frá Sigtúni en aðkoma frá Tryggvagötu lokast.
Þar eru til húsaLandform, TM, Sparisjóðurinn Suðurlandi, Fasteignasalan Árborgir, Kjarna-bókhald ehf., JP lögmenn, Sunnlenska, Verkís hf., VÍS, Arion banki, Tannlæknaþjónustan.is og Staður fasteignasala.

Umferð gangandi og hjólandi vegfarenda norðan Austurvegar verður um lóð Sportbæjar, norður fyrir Hjólabæ og Karl R. Guðmundsson úrsmið. Þá verður komið fyrir rampi við Sportbæ til þess að stuðla að aðgengi fyrir alla.

Sjá pdf skjal af upplýsingum og uppdráttum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?