Vel heppnuð Safnahelgi

Guðfinna Karlsdóttir les upp á bókakaffi um safnahelgi 2010
Guðfinna Karlsdóttir les upp á bókakaffi um safnahelgi 2010

Dagskrá gekk almennt vel um safnahelgi þrátt fyrir leiðindaveður á sunnudeginum.

Síðastliðna helgi var í þriðja skipti efnt til Safnahelgar á Suðurlandi. Góður rómur var gerður að dagskrá helgarinnar og af því sem undirrituð hefur heyrt, var aðsókn að viðburðum góð þrátt fyrir leiðindaveður á sunnudegi.

Í Þorlákshöfn mætti góður hópur á bókakaffi á bókasafninu og áttu þar notalega stund. Nokkrir lásu upp smásögur og ljóð og Hákon Svavarsson las upp fyrir gesti frumsamda smásögu. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru á bókakaffinu, því miður vantar þarna mynd af Hákoni.

Barbara Guðnadóttir,
menningarfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?