Vel nýttir menningarsalir Ölfuss

Jóhannes Brynleifsson er tekinn til starfa sem húsvörður Ráðhúskaffi og Versala
Jóhannes Brynleifsson er tekinn til starfa sem húsvörður Ráðhúskaffi og Versala

Í síðasta mánuði var góð nýting á Versölum, menningarsölunum í Ráðhúsi Ölfuss.

Í síðasta mánuði var góð nýting á Versölum, menningarsölunum í Ráðhúsi Ölfuss. Meðal viðburða voru ýmsir tónleikar eins og tónleikar Tóna við hafið tónlistarskóla Árnesinga og 30 ára afmælistónleikar kórs FSU. Félag eldri borgara hélt sína alræmdu árshátíð og körfuknattleiksdeildin efndi til karlakvölds. Það er gaman að húsið sé vel nýtt og húsvörðurinn hann Jóhannes Brynleifsson fái næg verkefni.

Gjaldskrá Versala er komin á heimasíðuna ef leitað er undir flipanum "þjónusta."

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Jóhannes tók við lyklavöldum Versala.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?