Vel sótt ungmennaþing í Ölfusi

Ungmennaþing í Ölfusi 2014
Ungmennaþing í Ölfusi 2014

Það voru um 40 ungmenni sem tóku þátt í ungmennaþingi í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn föstudag

Það voru um 40 ungmenni sem tóku þátt í ungmennaþingi í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn föstudag.  Ungmennaráð Ölfuss stóð fyrir þinginu þar sem unga fólkið fékk tækifæri til að ræða um ýmis málefni í sveitarfélaginu og koma með sína skoðun og tillögur til breytinga.

Þetta er í þriðja skipti sem haldið er ungmennaþing og hefur unga fólkið alltaf verið duglegt að mæta, enda ungmennaráðið skipað öflugu fólki sem er duglegt að koma hugmyndum og skoðunum unga fólksins á framfæri.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af menningarfulltrúa sem leit inn á þingið.

bhg

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?