WinterWonderland er átak Markaðsstofu Suðurlands í að kynna vetrarferðamennsku á Suðurlandi.
WinterWonderland er átak Markaðsstofu Suðurlands í að kynna vetrarferðamennsku á Suðurlandi.
Í tengslum við verkefnið er unnið að gerð sérstakrar heimasíðu.
Vefurinn sjálfur verður miðpunktur átaksins, en kynningin á að færa anga sína yfir á samfélagsmiðlana Facebook, Twitter og Instagram. Vefurinn verður að miklu leyti keyrður á kortalausnum Google (sem allir hafa aðgang að) og ætti því enginn að villast á ferðalögum sínum um Suðurland.
Hinum nýja Suðurstrandavegi er gert sérstaklega hátt undir höfði og lögð rík áhersla á að kynna ferðamönnum þann möguleika að komast beint inn á Suðurland frá Keflavíkurflugvelli.
Í sameiningu munum við svo halda vefnum lifandi með bloggfærslum og skrifum, kynningum og tilboðum ferðaþjónustuaðila. Eins verður ljósmyndasamkeppni með einföldum Instagram leik. Þú smellir af mynd með Instagram, „taggar“ hana svo #wwsouth og lætur þér líka við okkur á Fésbókinni.
Markmiðið er skýrt og það er að kynna Suðurland sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn að vetri til og kjörinn vettvang fyrir vetrarferðamennsku.
Ferðaþjónustuaðilar, sem eru aðilar að MSS, eru hvattir til að senda okkur kynningar um starfsemina í vetur, s.s. opnunartíma, afþreyingu, tilboðspakka, áhugaverða viðburði á ykkar svæðum svo eitthvað sé nefnt.