Við minnum á frístundastyrki barna og unglinga

Öllum börnum í sveitarfélaginu stendur til boða frístundastyrkur til niðurgreiðslu á íþrótta- og tómstundastarfi. 

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 var samþykkt að öll börn í sveitarfélaginu ættu kost á að sækja um frístundastyrk óháð aldri og gildir hann því fyrir öll börn 0-18 ára. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að styrkþegi sé með lögheimili í sveitarfélaginu.
Lágmarkslengd námskeiða þarf að vera 6 vikur til að teljast styrkhæft.

Frekari upplýsingar um frístundastyrki veitir Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi ragnar@olfus.is

Skráningar- og greiðslukerfi fyrir iðkendur íþrótta í sveitarfélaginu

Reglur um frístundastyrki

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?