Brunavarnir Árnessýslu auglýsa eftir slökkviliðsmönnum, bæði konum og körlum, til starfa á starfsstöðum sínum á Selfossi, Laugarvatni, Flúðum, Reykholti, Árnesi, Hveragerði og Þorlákshöfn. Um er að ræða hlutastörf í útkallsliði BÁ.
Hæfniskröfur vegna starfsins:
- Sveinspróf eða stúdentspróf er kostur.
- Æskilegt er að hafa ökuréttindi til að stjórna vörubifreið, þó ekki skilyrði.
- Færni í samskiptum, frumkvæði og geta til að vinna undir álagi.
- Hafa góða líkamsburði og gott andlegt/líkamlegt heilbrigði.
- Hafa góða sjón og heyrn, rétt litaskyn og vera ekki lofthrædd(ur) eða með innilokunarkennd.
- Almenn reglusemi og háttvísi.
Umsókn þarf að fylgja eintak af:
- Ökuskírteini; ljósrit af báðum hliðum ökuskírteinis sem sýnir ökuréttindi (bakhlið) og mynd af viðkomandi (framhlið).
- Prófskírteini sem sýnir menntun sem umsækjandi hefur.
- Sakavottorð (í pappírsformi og ekki eldra en 3 mánaða) – frá Sýslumanni
- Ökuferilskrá (í pappírsformi og ekki eldra en 3 mánaða) – frá lögreglunni
- Læknisvottorð (í pappírsformi og ekki eldra en 3 mánaða) – frá heimilislækni þar sem kemur fram almennt heilbrigði
- Nýleg og góð/skýr passamynd.
- Ferilskrá.
Tekið er á móti umsóknum í Björgunarmiðstöðinni við Árveg 1 á Selfossi,
í umslagi merkt: ,,Slökkviliðsmenn 2020”
Inntökuferlið
Inntökuprófin felast í könnun á lofthræðslu og innilokunarkennd, starfstengdum verkefnum, þrek- og styrktarprófi, læknisskoðun og viðtali.
Viðtal
Umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði eru boðaðir í viðtal. Gert er ráð fyrir 10-15 mínútum á hvern umsækjanda.
Konur eru sértaklega hvattar til að sækja um.
Kynningarfundur fyrir áhugasama verður í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi miðvikudaginn 23. september kl 20:00.
Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2020
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri , haukur@babubabu.is og
Lárus Kristinn Guðmundsson þjálfunarstjóri , larus@babubabu.is eða í síma 480-0900