Vinnustaðakeppni, hjólað í vinnuna

Vinnustaðakeppni, Hjólað í vinnuna  5. – 25. maí

 

Íþrótta – og Ólympíusamband Íslands vekur athygli á að dagana 5.. – 25. maí n.k. mun fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, Ísland á iði, standa fyrir vinnustaðakeppninni  „Hjólað í vinnuna“ í áttunda sinn. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á hjólreyðum sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Keppnin er byggð í kringum heimasíðu verkefnisins sem vistuð er á http://www.hjoladivinnuna.is/. Keppt er í  7 fyrirtækjaflokkum , um flesta daga og flesta km. Hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna í fyrirtækjum. Aðalatriðið að fá sem flesta með, sem oftast.

Allir þeir sem nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu s.s. hjóla eða ganga geta tekið þátt. Starfsmenn vinnustaða hafa tekið vel við sér þar sem þátttakendum hefur fjölgað um 1.408% úr 533 árið 2003 í 8.041 árið 2009.

 

Nú er bara að drífa sig af stað og taka þátt.

Nánari upplýsingar um Hjólað í vinnuna er að finna á http://www.hjoladivinnuna.is/

 

Með hjólakveðju

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?