Vona á Húna II til Þorlákshafnar í dag

Áhöfnin á Húna II
Áhöfnin á Húna II

Komu Húna seinkar til um klukkan 16:50 í dag.

Von er á gamla eikarbátnum Húna II ásamt áhöfn sem skipuð er tónlistarmönnunum Jónasi Sig, Láru Rúnars, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni til Þorlákshafnar í dag.
 
Vegna vélarbilunar seinkar komu bátsins til um klukkan 16:50. Móttaka sem átti að vera á bryggju klukkan 13:00 frestast því að sama skapi, en allir eru hvattir til að mæta niður á brygggju að taka á móti bátnum. Báturinn verður staðsettur við Herjólfsbryggjuna nálægt Herjólfshúsi.
 
Í kvöld klukkan 20:00 verða síðan tónleikar sem Slysavarnarfélagið Mannbjörg hefur undirbúið ásamt tónlistarfólkinu og starfsmönnum Ríkissjónvarpsins. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Slysavarnarfélagsins.
 
Nánari upplýsingar um ferðir bátsins og tónleikana eru að finna á vefsíðunni: http://ruv.is/huni
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?