Bryggjudagar í Herjólfshúsi 2013
Lista- og handverksfélag Ölfuss fundaði í Ráðhúskaffi fyrir stuttu þar sem rætt var um starfið í Herjólfshúsinu s. l. sumar og það sem framundan er hjá félaginu
Lista- og handverksfélag Ölfuss fundaði í Ráðhúskaffi fyrir stuttu þar sem rætt var um starfið í Herjólfshúsinu s. l. sumar og það sem framundan er hjá félaginu.
það var ekki alltaf skemmtilegt ferðaveður í sumar og því ekki örtröð af ferðamönnum en þeir sem komu við gátu sótt sér upplýsingar, fengið sér kaffisopa og keypt ýmsilegt sem þar var til sölu, þ.á m. handverk sem félagsmenn hafa unnið. Það þótti bæði fallegt og vel upp sett. Þessi starfsemi í Herjólfshúsinu er mjög þörf og vonandi eflist hún með hverju ári.
Lista-og handverksfélagið ætlar og halda nokkur námskeið fyrir félagsmenn á næstunni. í október þann 15. og 16. október ætlar Sigurbjörg Óskarsdóttir að bjóða upp á námskeið þar sem liti haustsins verða í forgrunni málun og tækni með allskonar efni.
Seinna í október verður haldið námskeið í fluguhnýtingum. Helgina 16. og 17. nóvember verður námskeið þar sem unnið verður með silvur og silvurleir. Síðan stendur til að vera með jólabasar helgina 7. -8. í desember og verður gaman að sjá hvað þar verður boðið uppá.
Það er takmarkaður fjöldi sem getur sótt þessi námskeið og félagsmenn ganga fyrir. Það eru allir velkomnir meðan laust er pláss og sjálfsagt að hafa samband við stjórn félagsins.
Svo er líka gaman að vera í þessu félagi, Lista-og handverksfólks í Ölfusi.
Edda Laufey Pálsdóttir. 483 3767
Jenný Erlingsdóttir 8935757