Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar af bæjarstjórn Ölfuss þann 29. ágúst sl. Tillögurnar hafðu áður verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.
Breytingin nær til hluta íbúðarbyggðar Stóragerði (ÍB18) þar sem fyrirhugað er fjölga íbúðum úr 4 í 5 að ósk landeiganda Stóragerði lóð 1 (212987) sem hyggst skipta lóð sinni í tvennt. Þar að auki verður gerð breyting á skilmálum svæðis sem heimilar möguleika á minniháttar atvinnustarfsemi, nú þegar er heimilt að stunda léttan iðnað innan svæðisins.
Lögð er fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Laxabraut 15-29 sem mun nefnast Laxabraut 15-23 eftir gildistöku skipulagsins. Skipulagið felur í sér stækkun þeirrar fiskeldisstöðvar sem þegar var fyrirhuguð á svæðinu og er skipulagssvæðið nú ríflega 50 ha. að stærð. Gert er ráð fyrir 28.000 tonna ársframleiðslu og hámarks lífmassa allt að 15.500 tonn.
Lagt er fram deiliskipulag fyrir landspilduna Stóragerði lóð 1. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir tveimur lóðum um 5000 m2 hvor, þar sem heimilt er að byggja upp til fastrar búsetu og stunda minni háttar atvinnustarfsemi.
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulaginu Sambyggð. Breytingin lítur að stækkun byggingarreits á lóðinni Sambyggð 20. Tilgangur stækkunarinnar er að hægt sé að koma fyrir svölum, stigahúsi og stakstæðri hjólageymslu.
Tillögurnar verða til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 17. október 2024. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 17. október 2024.
Sigurður Steinar Ásgeirsson
Skrifstofu- og verkefnastjóri
Umhverfis- og framkvæmdasvið