Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar af bæjarráði Ölfuss þann 1. ágúst sl. Tillögurnar hafðu áður verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.
Gerðarkot og Þorgrímsstaðir nýtt deiliskipulag
Lagt er fram deiliskipulag fyrir spildurnar Gerðarkot lóð (L218545), Þorgrímsstaðir spilda 6 (L211746) og Þorgrímsstaðir spilda 5 (L211745). Gert er ráð fyrir samtals 8 íbúðarlóðum sem deilt er á tvö svæði þar sem 4 íbúðarlóðir eru á hvoru svæði fyrir sig. Svæðin eru aðskilin með óbyggðu svæði þannig að ekki eru fleiri en 5 samliggjandi íbúðarlóðir.
Gerðarkot og Þorgrímsstaðir DSK
Grásteinn breyting á deiliskipulagi
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi Grásteins. Breytingin felur í sér sameiningar og lagfæringar á lóðum undir vegsvæði. Þá er stofnuð ný íbúðarlóð fyrir parhús og fyrir hitaveituskúr. Afmarkanir lóða breytast í samræmi við nýjar lóðir.
Grásteinn br. DSK
Þóroddsstaðir 4 deiliskipulag
Lagt er fram deiliskipulag fyrir lóðina Þóroddsstaði 4 sem er 21.000 m2 að stærð. Á skipulaginu er teiknaður inn byggingarreitur D-1 fyrir íbúðarhús ásamt bílgeymslu og gestahúsi sbr. ákvæði aðalskipulags. Þá er einnig teiknaður byggingarreitur D-2 um frístundahús sem þegar er á lóðinni en ekki eru hugaðar frekari byggingaframkvæmdir á þeim reit.
Þóroddsstaðir 4 DSK
Grímslækjarheiði ÍB17 ASK
Lögð er fram aðalskipulagsbreyting vegna íbúðabyggðar Ytri-Grímslækjar ÍB17 þar sem fyrirhugað er að fjölga íbúðum úr 19 í 25 að ósk landeigenda. Innan skipulagssvæðisins eru lóðir á svonefndri Grímslækjarheiði; Sögusteinn 1 (L231059), Sögusteinn (L172269), Ytri-Grímslækur lóð (L195678) og Hraunkvíar (L172270), Ytri-Grímslækur lóð (L175678) og Efri-Grímslækur land (L203017).
Ytri Grímslækur ASK
Tillögurnar verða til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 18. september 2024. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 18. september 2024.
Sigurður Steinar Ásgeirsson
Skrifstofu- og verkefnastjóri
Umhverfis- og framkvæmdasvið