Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar af bæjarstjórn Ölfuss þann 26. september sl. Tillögurnar hafðu áður verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.
Lögð er fram lýsing v. aðalskipulagsbreytingar um almenna skilmála er varða nýtingarhlutfall athafna-, iðnaðar- og hafnarsvæða. Í flestum tilvikum er hag sveitarfélagsins betur borgið við að nýtingarhlutfall athafnasvæða sé sem hæst. Sum fyrirtæki þurfa mikið geymslurými innanhúss en lítið sem ekkert geymslurými utanhúss. Breytingin felur í sér að að á flestum svæðum er hámarks nýtingarhlutfall hækkað svo svigrúm sé til aukinnar landnýtingar.
Skipulagslýsingin verður til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 25. október 2024. Einnig er hægt að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 25. október 2024.
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu aðalskipulags við Akurgerði í Ölfusi. Breytingin felur í sér að landnotkun á svæðinu er breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan suðurvararbryggju. Breytingin felur í sér aðlögun lóða í samræmi við lóðaskrá HMS og mörkunar á legu vegar að suðurvararbryggju. Lega hafnargarðs breytist og stækkar um tæplega 1 ha. til suðurs í samræmi við breytingar á aðalskipulagi. Landhluti garðs skal vera hornréttur á strönd eins og kostur er til að draga úr áhrifum á haföldu.
- Landfylling - eldri lögun - Landfylling - lögun eftir breytingu
Tillögurnar verða til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 8. nóvember 2024. Einnig er hægt að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 8. nóvember 2024.
Sigurður Steinar Ásgeirsson
Skrifstofu- og verkefnastjóri
Umhverfis- og framkvæmdasvið