Kynning á nýrri pílagrímagöngu á Suðurlandi
Undanfarið hefur vinnuhópur unnið að því að búa til pílagrímagönguleið frá Strandarkirkju og alla leið í Skálholt. Hugmynd að göngunni fékk Þorlákshafnarbúinn Edda Laufey Pálsdóttir eftir að hún gekk Jakobsveginn, þekktustu pílagrímaleið Evrópu. Edda Laufey hefur oft á undanförnum árum komið með hugmyndir að verkefnum sem gætu aukið áhuga ferðamanna á Þorlákshöfn og Ölfusinu og hafa margar hugmyndir hennar orðið að veruleika.