Auglýsing um skipulag

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar í bæjarstjórn Ölfuss þann 27. júní sl. Tillögurnar hafðu áður verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Riftún ofan vegar, íbúðar og frístundalóðir - nýtt DSK

Lögð er fram deiliskipulagstillaga fyrir frístundasvæði sem skilgreint er í aðalskipulagi á landinu Riftún. Gert er ráð fyrir 8 lóðum undir frístundahús á svæði sem skilgreint er í aðalskipulagi sem frístundabyggð og að auki 4 íbúðarhúsalóðum á landbúnaðarsvæði.

 

Riftún íbúðar- og frístundabyggð DSK

Gögn Riftún íbúðar og frístundabyggð DSK

 

Stóragerði ASK

Lögð er fram aðalskipulagsbreyting fyrir Stóragerði ÍB18. Bætt er við einni íbúðarlóð og núverandi vatnsbóli bætt við aðalskipulag.

 

Stóragerði ÍB18 ASK

Gögn Stóragerði ÍB18 ASK

 

Bakkamelur íbúasvæði ASK lýsing

Lögð er fram skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir landið Bakkamel, reit ÍB30 í aðalskipulagi. Skipulagssvæðið verður stækkað úr 28 í 48 Ha og hámarks íbúðamagn aukið úr 25 í 95.

 

Bakkamelur ASK skipulagslýsing

Gögn Bakkamelur ASK skipulagslýsing

Grímslækjarheiði ÍB17 ASK

Lögð er fram aðalskipulagsbreyting vegna íbúðabyggðar Ytri-Grímslækjar ÍB17 þar sem fyrirhugað er að fjölga íbúðum úr 19 í 25 að ósk landeigenda. Innan skipulagssvæðisins eru lóðir á svonefndri Grímslækjarheiði; Sögusteinn 1 (L231059), Sögusteinn (L172269), Ytri-Grímslækur lóð (L195678) og Hraunkvíar (L172270), Ytri-Grímslækur lóð (L175678) og Efri-Grímslækur land (L203017).

 

Ytri Grímslækur ASK

Gögn Ytri Grímslækur ASK 

Hótel og tengd starsemi í Hafnarvík – nýtt DSK

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir hótel með heilsulind og veitingahús. Svæðið sem um ræðir er óbyggt svæði innan þéttbýlismarka Þorlákshafnar, u.þ.b. 2,5 km austan við miðbæinn. Fyrirhuguð stærð hótels er allt að 120 herbergi með áætluðum fjölda gistirúma allt að 250. Starfsmannafjöldi verður allt að 20.

 

Hótel í Hafnarvík DSK uppdráttur

Gögn Hótel í Hafnarvík DSK uppdráttur

Hótel í Hafnarvík DSK greinargerð

Gögn Hótel í Hafnarvík DSK greinargerð

Skíðaskáli í Hveradölum – nýtt DSK

Lögð er fram breyting á deiliskipulagi fyrir lóð skíðaskálans í Hveradölum. Meginbreyting tillögunnar felst í því að stærð og lögun byggingareita 04, 05 og 06 hefur verið breytt á teikningu og reit 07 hefur verið bætt við. Ný hótelbygging kemur á reit 06 og þjónustubyggingar færast yfir á reit 04. Bílastæði eru flutt frá miðsvæði að Suðurlandsvegi til að minnka áhrif þeirra á svæðið og nýta betur miðsvæðið.

Hveradalir hótel DSK uppdráttur

Gögn Hveradalir hótel DSK uppdráttur

Hveradalir hótel DSK greinargerð

Gögn Hveradalir hótel DSK greinargerð

Selvogsbraut 12 sameining lóða og stækkun verslunar - DSK

Lögð er fram deiliskipulagsbreyting vegna sameiningar lóða og stækkunar á verslun við Selvogsbraut 12. Deiliskipulagið byggir á hugmyndum sem lagðar voru fyrir skipulagsnefnd á síðasta fundi.

 

Selvogsbraut 12 DSK

Gögn Selvogsbraut 12 DSK

 

Tillögurnar verða til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 15. ágúst 2024. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann15. ágúst 2024.

 

 

Sigurður Steinar Ásgeirsson

Skrifstofu- og verkefnastjóri

Umhverfis- og framkvæmdasvið

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?