Rafmagnslaust í Þorlákshöfn 10.1.2019 frá kl. 00.00 - 03.00
Rafmagnslaust verður í Þorlákshöfn ásamt Hafinu Bláa og skotfélagi 10.01.2019 frá kl 00.00 til kl 03.00 vegna tengingar á háspennu í aðveitustöð.
Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022. Vatnsverndarsvæði í suðurhlíðum Lambhagahnjúks.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022.
Vatnsverndarsvæði í suðurhlíðum Lambhagahnjúks.
Bæjarstjórn Ölfuss auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Félagasamtök í Ölfusi fá að funda í Versölum án endurgjalds
Ný gjaldskrá fyrir Versali tók gildi í gær, 1. janúar þar sem breytingar voru gerðar til að félagasamtök í Ölfusi ættu greiðari aðgang að sölunum til félagsstarfs.
Ákveðið hefur verið að semja við Íslenska Gámafélagið að Hrísmýri á Selfossi um móttöku sorps frá dreifbýli Ölfuss. Fyrri auglýsing um móttöku sorps í Hveragerði fellur því úr gildi.
Sveitarfélagið Ölfus semur um kaup á LED lömpum í ljósastaura sveitarfélagsins
Sveitarfélagið Ölfus samdi við S. Guðjónsson ehf. um kaup á LED lömpum í ljósastaura sveitarfélagsins.
Við þetta mun götulýsingin verða betri og rafmagnskostnaður og viðhald lækka töluvert.
Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 29. nóvember síðastliðinn að veita skipulags- og byggingarfulltrúa umboð til þess að undirrita lóðarleigusamninga fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lokað verður fyrir kaldavatnið vegna viðhalds milli kl. 15 og 17:00 þriðjudaginn 18. desember nk.
Aðallega Bergin og Búðahverfið, annarsstaðar verður minni þrýstingur.