Fréttir

Afturköllun á úthlutuðum lóðum

Afturköllun á úthlutuðum lóðum

Hafi lóðarhafi ekki fylgt ákvæðum sem var gert grein fyrir við úthlutun lóðar mun bæjarstjórn afturkalla lóðarúthlutunina 9. nóvember 2018. Lóðarhöfum sem ekki hafa enn uppfyllt úthlutnarreglur verður send lokaviðvörun.
Lesa fréttina Afturköllun á úthlutuðum lóðum
Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir ár…

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2018

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2018. Úthlutað verður kr. 1.500.000 í styrki þetta árið. Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands.
Lesa fréttina Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2018
Nýtt kort af Þorlákshöfn tilbúið

Nýtt kort af Þorlákshöfn tilbúið

Nýtt kort af Þorlákshöfn er tilbúið en það er ætlað til upplýsinga fyrir ferðamenn sem og heimamenn en það hefur verið í vinnslu í rúmt ár Kortið er skemmtilega frábrugðið venjulegum upplýsingakortum en áherslan var á að hafa það lifandi og skemmtilegt.
Lesa fréttina Nýtt kort af Þorlákshöfn tilbúið
Kiwanisklúbburinn Ölver býður grunnskólanemum á myndina Lof mér að falla.

Kiwanisklúbburinn Ölver býður grunnskólanemum á myndina Lof mér að falla.

Kiwanisklúbburinn Ölver býður nemendum í 9. og 10. bekk í Grunnskólanum í Þorlákshöfn í bíó að sjá myndina Lof mér að falla. Er þetta hluti af forvarnarstarfi sem Kiwanismenn vinna í samstarfi við grunnskólann.
Lesa fréttina Kiwanisklúbburinn Ölver býður grunnskólanemum á myndina Lof mér að falla.
Tilkynning frá Veitum: Heitavatnslaust þriðjudaginn 16. október

Tilkynning frá Veitum: Heitavatnslaust þriðjudaginn 16. október

Tilkynning frá Veitum. Vegna vidgerdar verdur heitavatnslaust í stórum hluta Þorlákshafnar þann 16. okt frá klukkan 09:00 til klukkan 16:00.
Lesa fréttina Tilkynning frá Veitum: Heitavatnslaust þriðjudaginn 16. október
Ingimar Arndal, framkvæmdarstjóri OneSystems og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss

Sveitarfélagið Ölfus er fyrst allra sveitarfélaga á landinu til þess að róbótavæða hluta stjórnsýslunnar

Sveitarfélagið Ölfus er fyrst allra sveitarfélaga á landinu til þess að róbótavæða hluta stjórnsýslunnar sem snýr að tæknisviði Ölfuss. Í gær tók sveitarfélagið í notkun hugbúnaðarlausnina OneLandRobot sem er ný sjálfvirk útgáfa frá OneSystems. Hugbúnaðarlausnin vinnur alfarið á rafrænum samskiptum milli sveitarfélagsins og umsækjanda byggingaráforma og byggingarleyfa, hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara.
Lesa fréttina Sveitarfélagið Ölfus er fyrst allra sveitarfélaga á landinu til þess að róbótavæða hluta stjórnsýslunnar
Kæru íbúar Þorlákshafnar

Kæru íbúar Þorlákshafnar

Á næstu dögum munu Veitur fara í framkvæmdir við gatnamót Selvogsbrautar og Sambyggðar
Lesa fréttina Kæru íbúar Þorlákshafnar
Þjóðleikhúsið og Brúðuheimar í Þorlákshöfn

Þjóðleikhúsið og Brúðuheimar í Þorlákshöfn

Þjóðleikhúsið og Brúðuheimar hafa ferðast um landið í haust og boðið 5-6 ára börnum upp á sýninguna Sögustund. Þau komu í Þorlákshöfn í gær, mánudaginn 1. október og buðu upp á sýningu fyrir 5-6 ára börn í Þorlákshöfn og Hveragerði.
Lesa fréttina Þjóðleikhúsið og Brúðuheimar í Þorlákshöfn
Afreks – og styrktarsjóður Sveitarfélagsins Ölfuss

Afreks – og styrktarsjóður Sveitarfélagsins Ölfuss

Íþrótta – og æskulýðsnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss auglýsir styrki úr Afreks – og styrktarsjóði Sveitarfélagsins Ölfuss.
Lesa fréttina Afreks – og styrktarsjóður Sveitarfélagsins Ölfuss
Tilkynning til ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu

Tilkynning til ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu

Unnið er að gerð upplýsingakorta fyrir ferðamenn. Kortin verða sett upp á upplýsingaskilti sem nú þegar er til við hringtorgið í Þorlákshöfn í október/nóvember. Stefnt er að því að setja þau upp á nokkrum stöðum í Ölfusinu á næsta ári. Samhliða því verða kortin aðgengilegt í vefútgáfu á heimasíðu Ölfuss www.olfus.is þar sem listað verður upp alla ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu (gisting, afþreying, veitingastaðir o.þ.h.). Markaðs- og menningarfulltrúi óskar eftir upplýsingum frá þjónustuaðilum til að setja inn á vefkortin. Þeir þjónustuaðilar sem vilja koma sinni þjónustu á framfæri eru beðnir um að senda upplýsingar á katrin@olfus.is fyrir 15. október 2018.
Lesa fréttina Tilkynning til ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu