Elliði Vignisson, bæjarstjóri fundaði með Regínu Björk Jónsdóttur og Karli Eiríkssyni, viðskiptastjórum Nova í morgun varðandi bætt fjarskiptasamband í Þrengslunum.
Regína og Karl tilkynntu að sambandið yrði bætt fyrir áramót ef veður leyfir eða eins fljótt og auðið er.
Sundlaugin, vaðlaugin og rennibrautarlaugin verða lokaðar vegna viðgerða frá þriðjudeginum 6. nóvember til 9. nóvember.
Sundlaugin, vaðlaugin og rennibrautarlaugin verða lokaðar vegna viðgerða frá þriðjudeginum 6. nóvember til 9. nóvember.
Innilaugin og heitu pottarnir eru opnir á meðan þessu stendur.
Á fundi Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar sem haldinn var 29. okt. 2018 var lögð fram tillaga að deiliskipulagi nýrra lóða á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn í Ölfusi. Þar sem umtalsvert margar fyrirspurnir hafa borist sveitarfélaginu um lóðir á þessu svæði sem og öðrum atvinnusvæðum hefur verið tekin ákvörðun um auglýsa lóðirnar lausar til umsóknar með fyrirvara um breytingar í skipulagsferlinu. Ákvörðunin byggir á reglum um úthlutun lóða í sveitarfélaginu Ölfusi.
Aðventutónleikum með Siggu Beinteins og Guðrúnu Gunnars aflýst
Vegna lélegrar miðasölu hefur verið ákveðið að aflýsa aðventutónleikunum með Siggu Beinteins og Guðrúnu Gunnars sem áttu að vera sunnudagskvöldið 2. desember.